Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-935
Útgáfudagur:09/26/2012
Útgáfa:4.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
3 Uppsetning umferðarmerkja

Show details for Almennar reglurAlmennar reglur
Hide details for Reglur um fjarlægðir s.s. hæðir og bilReglur um fjarlægðir s.s. hæðir og bil

Reglugerð um umferðarmerki:
Merki skal festa á jarðfasta stöng í hæfilegri fjarlægð frá vegarbrún. Hæð mæld frá vegi að merki skal að jafnaði vera nálægt 1,5 m, en allt að 2,2 m í þéttbýli eða annars staðar þar sem aðstæður eru þannig að merki geti valdið hættu fyrir gangandi vegfarendur. Hæð merkis mæld frá vegi má vera 0,8 m [1,0 m í reglugerð] ef tryggt er að merkið hindrar ekki vegsýn vegfarenda á hliðarvegi. Hæð merkjanna F03.11 , F03.51 og F04.11 mæld frá vegi skal þó að jafnaði vera u.þ.b. 0,5 m.

Vinnureglur um notkun:
Hæfilegt fjarlægð A-E (og J) merkja frá vegarbrún er 1 - 1,5 m.

Minni F merki (t.d. staðarvísar) eiga að jafnaði að vera 3 m frá vegarbrún en stærri F merki (t.d. töfluleiðamerki) á bilinu 4-6 m. Hæð og staðsetning merkja skal vera þannig að þau skyggi ekki á vegsýn ökumanna yfir gatnamót og aðliggjandi vegi. Nánar sjá reglur um uppsetningu vegvísa.

Skilti yfir akbraut:
Ef nauðsynlegt er að setja umferðarskilti yfir akbraut skal lágmarkshæð upp í það eða festingar þess vera 4,8m. Þetta gildir ekki ef mannvirki yfir akbraut eru lægri.

K merki eiga að jafnaði að vera sem næst þeirri hættu sem þau vara við.

Bil milli merkja:
Þegar ekki er hægt að setja 2 umferðarmerki á sömu stöng á þjóðvegum utan þéttbýlis þarf bil á milli umferðarmerkja (stanga) að vera a.m.k. 50 m sömu megin vegar, þ.e. fyrir umferðarmerki sem gilda fyrir umferð í sömu átt. Að jafnaði skal reynt að hafa 100 m bil þar sem leyfilegur hraði er meiri en 60 km/klst.

Á 1-2 stafa vegnúmerum skulu þjónustumerki þó vera minnst 250 m frá öðrum merkjum.

Myndir af uppsetningu umferðarmerkja


Séraðstæður innan þéttbýlis:
Fjarlægð merkja frá vegarbrún og hæð er þannig að hún valdi sem minnstri hættu fyrir ökumenn og gangandi vegfarendur.
Staðsetning skilta sem eru aðskilin frá gangbraut
Staðsetning skilta sem eru á gangbraut

Nánar er fjallað um staðsetningu umferðarmerkja á skýringarmyndum með einstaka merkjum og vegköflum.

Show details for Stólpar og FestingarStólpar og Festingar
Show details for Eftirgefanlegar festingar (e. lattix)Eftirgefanlegar festingar (e. lattix)