Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-935
Útgáfudagur:09/26/2012
Útgáfa:4.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
3 Uppsetning umferðarmerkja

Hide details for Almennar reglurAlmennar reglur
Reglugerð um umferðarmerki:

Umferðarmerki skulu sett þannig að þau sjáist greinilega, að jafnaði hægra megin við veg miðað við akstursstefnu.

Öll umferðarmerki, að boðmerkjum undanskildum, má setja báðum megin vegar ef þörf þykir. Ef tvær aðgreindar akbrautir eru á vegi má setja merki eða aukamerki á umferðareyju. Setja má merki yfir akbraut ef hagkvæmt þykir. Heimilt er að vegvísar og D06.11 , útskot, séu vinstra megin við veg miðað við akstursstefnu.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Stærð:
Að jafnaði skal nota stærri gerð merkja (A, B og C merki) þar sem ÁDU > 500.

Merkingar báðum megin:
Á tvíbreiðum akbrautum sem eru aðskildar frá umferð á móti má hafa A og B merki báðum megin akbrautar, þannig má t.d. hafa 2 biðskyldumerki þar sem 2 akreinar eru inn á hringtorg. Sjá sem dæmi mynd af merkingu hringtorga í þéttbýli.

Sýnileiki merkja:
Sérhvert umferðarmerki skal staðsett þannig að:
  • vegfarandi sjái það vel og tímanlega
  • vegfarandi geti metið rétt aðstæður við merkingu á hættu, banni eða boði

Eftirfarandi töflur sýna lágmarkssjónlengd að hættu til að merkinga sé þörf og æskilega sjónlengd að umferðarmerki utan þéttbýlis.
Lágmarkssjónlengd að HÆTTU / HINDRUN
til að merkinga sé þörf
Umferðarhraði
km/klst
Sjónlengd
m
50
50
60
70
70
90
80
120
90
150
100
180
110
210
Æskileg sjónlengd að UMFERÐARMERKI
utan þéttbýlis
Umferðarhraði
km/klst
Sjónlengd
m
50
75
60
100
70
150
80
200
90
250
100
300
110
350
Afstaða til vegar:
Umferðarmerki skulu standa lóðrétt og hornrétt út frá vegi nema í beygjum, en þá má snúa þeim svo þau sjáist fyrr. Ef hætta er á að endurskin frá bílljósum geti blindað ökumann má snúa merkjum sem nemur 5° frá hornréttri stefnu. Undirmerki skal ávallt snúa einsog aðalmerki. Sjá skýringarmynd hér að neðan.


Samræmi í merkingum:
Að öllu jöfnu skal merkja bann / viðvörun báðum megin staðar þar sem bannið eða viðvörunin nær til og hafa samræmi í merkingu, t.d. sama hraða.

Að setja merki saman:
Ekki er leyfilegt að setja umferðarmerki með mismunandi lögun saman þannig að lögun merkis greinist ekki. Þar sem ætlast er til að vegfarandi þekki A06.11 og B19.11 á bakhliðinni skal forðast að setja umferðarmerki á bakhlið þeirra nema tryggt sé að lögun þeirra sjáist greinilega.

Fjöldi merkja og röð:
Heimilt er að setja tvö umferðarmerki og eitt undirmerki á sama stólpa. Undirmerki skal alltaf vera undir því merki sem það á við.
Undirmerki vísar til merkis A
Undirmerki vísar til merkis A og B
Undirmerki vísar til merkis B
Efra undirmerki vísar til merkis A en neðra til merkis B
Ef undirmerki er bætt við aðalmerki mælist lágmarks hæð í neðri brún undirmerkis en ekki í neðri brún aðalmerkis, nema þegar undirmerki er látið snúa upp eða niður, t.d. þegar undirmerki J01.51/52/61 eru notuð .

Merki skulu vera í þessari röð á stólpum:
A. Viðvörunarmerki
B. Bannmerki
C. Boðmerki
Viðvörunarmerkin skulu vera efst, því næst bannmerkin og þá boðmerkin.
Ekki skal setja upplýsinga- og/eða þjónustumerki með A, B eða C merkjum.



Show details for Reglur um fjarlægðir s.s. hæðir og bilReglur um fjarlægðir s.s. hæðir og bil
Show details for Stólpar og FestingarStólpar og Festingar
Show details for Eftirgefanlegar festingar (e. lattix)Eftirgefanlegar festingar (e. lattix)