Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-183
Útgáfudagur:03/14/2022
Útgáfa:8.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
2.2 Umsjón og eftirlit

Skilgreining:
Umsjón og eftirlit með vegum eru eftirfarandi aðgerðir:
  • Almennt eftirlit með vegum og vegamannvirkjum
  • Eftirlit með mælitækjum og öðrum búnaði
  • Aflestur og minni háttar umsýsluvinna við mælitæki og búnað við vegi
  • Eftirlit með ásþunga og burðarþoli vega
  • Merkingar varðandi þungatakmarkanir
  • Tilfallandi aflestur af þungaskattsmælum
  • Vinna sem fellur ekki undir önnur þjónustuverkefni

Aðgerðalýsing:
Almennt eftirlit með vegum og vegamannvirkjum er framkvæmt til að kanna almennt ástand vegar og yfirfara og laga öll þau atriði sem varða umferðaröryggi. Eftirlitsferðir eru einnig farnar ef boð berast um skemmdir á vegum eða vegamannvirkjum. Þá er umfang skemmdanna strax skoðað og þær merktar á viðeigandi hátt ef ekki eru tök á að lagfæra þær strax.

Miða skal við að tíðni almenns eftirlits sé eftirfarandi:
Þjónustuflokkur
Tíðni almenns eftirlits með vegum og vegamannvirkjum
1
2 svar í viku
2
1 sinni í viku
3
Mánaðarlega
4
2 svar á ári
Safn- og landsvegir
Árlega

Eftirlit með mælitækjum og öðrum búnaðier framkvæmt samkvæmt fyrirfram ákveðnu gæðakerfi.

Eftirlit með ásþunga og burðarþoli vegaer framkvæmt á þíðutímabilum þegar klaki fer úr jörðu og þá einkum á vorin. Eftirlitið felst í því að meta hvenær þörf sé á þungatakmörkunum auk eftirlits með ásþunga bíla. Auglýsingar vegna þungatakmarkana eru hluti eftirlitsins.