Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-178
Útgáfudagur:03/14/2022
Útgáfa:9.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
2.1 Vegrið

Skilgreining:
Þjónustuverkefnið er viðgerðir á öllum vegriðum nema vegriðum á brúm, undirgöngum og í jarðgöngum

Staðall:
Vegrið skulu vera í því ástandi að þau þjóni tilgangi sínum og vegfarendum stafi ekki hætta af þeim vegna staðsetningar, lélegs ástands eða ófullnægjandi merkinga. Hæð efri brúnar leiðarar skal vera 75 sm hærri en öxl við leiðara. Allir kantsteinar skulu vera minnst 10 sm háir.

Aðgerðalýsing:
Hafi leiðari bognað út um meira en 30 sm t.d. við ákeyrslu, skal hann lagaður. Gæta skal þess að hæð leiðara sé eins og kröfur eru gerðar um. Skemmda leiðara sem umferð stafar hætta af skal lagfæra strax. Brotnar eða lausar stoðir skal lagfæra innan viku og aðrar skemmdir innan mánaðar. Skemmda öryggisgirðingu á milli akbrauta skal lagfæra strax.

Kantsteina sem hafa brotnað eða aflagast skal lagfæra innan einnar viku ef ÁDU > 2000 bílar og innan mánaðar ef ÁDU < 2000 bílar. Sama máli gegnir um skemmdir á umferðareyjum og vegghleðslum. Lækka skal jarðveg í umferðareyjum þegar hæð hans yfir kantsteini er meiri en 10 sm.

Hækkun kantsteina eða umferðareyja samfara hækkun á slitlagi er ekki kostuð af þjónustuaðila, þar sem slíkar aðgerðir teljast afleiðing af lagningu slitlagsins. Skemmdir á hleðslum, múrum, veggjum eða þiljum skal lagfæra innan mánaðar.