Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-019
Útgáfudagur:12/18/2006
Útgáfa:1.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
1 Almennar reglur um boðmerki (C)

Reglugerð Dómsmálaráðuneytis:
Boðmerkjum er ætlað að mæla fyrir um umferð.
Boðmerki skal vera hringlaga með hvítum jaðri og hvítu tákni á bláum fleti.

Vinnureglur um notkun:
Stærð boðmerkja skal vera sem hér segir:
Gerð
Þvermál
(mm)
Breidd jaðars
(mm)
D
a
Mjög lítil
300
12,5
Lítil
500
20,8
Venjuleg
600
25
Stærri
800
33,3

Á þjóðvegum utan þéttbýlis með árdagsumferð (ÁDU) yfir 500 bílar/dag skal nota stærri gerð merkja.

Á þjóðvegum innan þéttbýlis þar sem leyfður umferðarhraði er 60 km/klst eða hærri skal nota nota stærri gerð merkja.

Lítil og mjög lítil merki skal eingöngu nota þar sem ekki er hægt að nota venjuleg merki vegna þrengsla. Eingöngu er heimilt að nota mjög lítil merki við umferðarljós og á umferðareyjum.