Skilgreining:
Eftirfarandi aðgerðir tilheyra þjónustuverkefninu:
- Viðgerðir á minni háttar tilfallandi skemmdum á vegum, s.s. úrrennsli af vegyfirborði, úr köntum eða fyllingu
- Viðgerðir á staðbundnum skemmdum í burðarlagi eða yfirborði t.d. vegna aurbleytu eða umferðar
- Minni háttar viðgerðir á varnargörðum
|
Aðgerðalýsing:
Viðgerðir skal gera eins fljótt og fært þykir. Ef ekki er hægt að hefja viðgerðir strax eða ef fyrirsjáanlegt er að viðgerðir taki lengri tíma skal svæðið merkt eins og langtíma vinnusvæði og takmörkun á umferð auglýst ef ástæða þykir til. Ef skemmdir geta leitt af sér frekari skemmdir á vegi eða öðrum mannvirkjum skal framkvæma lágmarksaðgerðir eins fljótt og kostur er.
Ef skemmdir eru svo víðtækar að sérstaka fjárveitingu þarf til, eða vafi leikur á hvernig vinna eigi viðgerðina, skal framkvæma lágmarks aðgerðir strax til að tryggja umferðaröryggi og merkja staðinn eins og þörf er á og koma upplýsingum um skemmdirnar síðan áfram til umdæmisstjóra.