Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-174
Útgáfudagur:03/14/2022
Útgáfa:9.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
2.2 Afvötnun vega

Skilgreining:
Afvötnun eru eftirfarandi aðgerðir :

  • Reglubundin hreinsun og endurmótun vegkanta, rása og skurða
  • Hreinsun og viðgerðir á ræsum með D < 2,5 m,
  • Endurnýjun á ræsum með D < 1,0 m þ.m.t. efni og upptekt á ræsi, gerð nýrrar undirbyggingar, lögn og fylling yfir nýtt ræsi þ.e.a.s. ef þörf er á endurnýjun og þegar endurnýjunin er ekki í tengslum við viðhald og endurbyggingu vegarins.

Staðall:
Skurðar- eða rásarbotn skal vera 0,3 m neðar en neðri brún burðarlags. Ef burðarlagsþykkt er óljós gildir lágmarkskrafan 0,5 m.
Ræsalögn og endafrágangur skal vera samkvæmt gildandi verklýsingu.

Aðgerðalýsing:
Graskanta, sem halda vatni á og í vegum, skal fjarlægja.

Skurði og rásir skal hreinsa sé dýpt þeirra orðin helmingur af upprunalegri dýpt. Minnsta dýpt rása þegar þörf er á aðgerð er 0,5 - 0,6 m og þurrkskurða 1,3 - 1,5 m. Að öllu jöfnu er þó ekki þörf á hreinsun þurrkskurða oftar en á 10 - 15 ára fresti, en rásir skal athuga árlega og hreinsa jafnframt ef þörf er á. Með vegum sem byggðir hafa verið eftir stöðlum Vegagerðarinnar skulu rásir og skurðir endurnýjaðir samkvæmt þeim. Gerð nýrra skurða eða rása heyrir ekki undir þjónustu.

Ræsi og ræsaenda skal athuga a.m.k. árlega ef ÁDU er meiri en 1000 bílar, annars annað hvert ár. Á þeim vegum eða vegaköflum, þar sem vitað er að frágangur eða ástand ræsa og/eða ræsaenda er þannig að tjón eða hætta geti stafað af, skal athuga ástand þeirra a.m.k. árlega. Gera þarf við ræsi eða endurnýja þegar rör hafa losnað í sundur eða þegar sig veldur vatnsuppistöðu í ræsinu og ræsið þjónar ekki lengur tilgangi sínum. Ástand ræsis og ræsisinntaks skal vera þannig að ekki sé hætta á að vatn geti runnið utan ræsis og inn í vegfyllinguna.

Fjarlægja skal allt rusl og annað sem skert getur þversnið á inn og úttaki ræsis. Hreinsa skal úr ræsi ef dýpt jarðvegs fer yfir einn þriðja af hæð ræsisins.