Stofn- og tengivegum er skipt í þjónustuflokka. Flokkunin byggist að mestu á svokallaðri sumardagsumferð SDU, þ.e. meðalfjölda bíla á dag á tímabilinu maí - ágúst, en einnig á öðrum þáttum svo sem vegflokki, vegtegund og nálægð við hringveginn og mikilvæga ferðamannastaði.
Tíðni ruslahreinsunar og kantslátturs er áætlun út frá þjónustuflokki.
Tíðni gæðaúttekta í almennri þjónustu og gæðaviðmið nota einnig þessa þjónustuflokkun.
Þjónustuflokkunin er eftirfarandi:
Þjónustuflokkur 1
Vegir sem liggja á milli landshluta og/eða á milli þéttbýlissvæði og/eða atvinnusvæða og/eða ferðamannasvæða.
Umferðarþungi með SDU yfir 800 bílar á dag
Þjónustuflokkur 2
Vegir sem liggja á milli landshluta og/eða á milli þéttbýlissvæði og/eða atvinnusvæða og/eða ferðamannasvæða.
Umferðarþungi með SDU á bilinu 500 - 800 bílar og dag
Þjónustuflokkur 3
Stofn- og tengivegir með umferðarþunga SDU á bilinu 200 - 500 bílar á dag.
Þjónustuflokkur 4
Aðrir stofn- og tengivegir
Þéttbýlisvegir
Þjóðvegir í þéttbýli
Mynd af þjónustuflokkum