Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:5460
Útgáfudagur:03/06/2024
Útgáfa:2.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
900 904 Stefnuör




904
Mkv. 1:40
904 Stefnuör

Stefnuör við vegarbrún gefur til kynna breytingu á stefnu vegarins sem vegna aðstæðna kann að vera vegfarendum óljós.




Eldri útgáfa
K20.11 Stefnuör


Reglugerð Dómsmálaráðuneytis:
Þegar stefna vegar breytist og aðstæður bera það ekki greinilega með sér má setja við vegarbrún merki með svörtum og gulum skástrikum sem mynda örvar í akstursstefnu.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Minni gerð stefnuörva er 400 mm að breidd og lengd.
Stærri gerð stefnuörva er 600 mm að breidd og lengd. Stærri gerð merkja skal nota á vegum með ÁDU yfir 500.

Nota skal stefnuörvar í beygjum þar sem mikilvægt er að sýna breytta akstursstefnu t.d.
  • þar sem nauðsyn er að vara við hættulegri beygju (sjá nánar reglur um A01.11/12 og A01.21/22 )
  • þar sem beygjan er einangruð, t.d. eftir langan beinan kafla
  • þar sem beygjan sést illa s.s. vegna blindhæða, gróðurs eða bygginga
  • þar sem margar beygjur á viðkomandi vegi eru merktar
Í stuttum beygjum og í beygjum með radíus undir 50 m skal nota K20.21 þverslár .

Nota skal minnst þrjú skilti til að sýna stefnubreytinguna og minnst 2 skilti skulu vera sýnileg samtímis.
Ekki skal nota lítil og stór merki saman. Nota má 2 merki á hverri stöng.

Stefnuörvar skulu vera 80-120 cm ofan aksturshæðar. Stefnuörvar skulu standa hornrétt á akstursstefnu ökutækisins hverju sinni.

Fyrsta skiltið skal vera í beinni sjónlínu ökumanns sem nálgast beygjuna.
Skiltin skulu vera 1-1,5 m frá vegöxl.

Fjarlægð milli skilta skal vera samkvæmt eftirfarandi:
Radíus
beygju
m
Fjarlægð milli
skilta í beygjunni
m (L1)
Fjarlægð milli
skilta utan beygjunnar
m (L2)
50
10
20
100
15
30
200
20
40
300
30
60
400
40
80
500
50
100
Tafla um lágmarks radíus beygju