Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-019
Útgáfudagur:12/27/2006
Útgáfa:1.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
Dreifbýli Reglur um merkingar blindhæða

Yfirlit merkja

A99.11 Önnur hætta

J33.11 Blindhæð

J33.21 Blindhæðir

Reglugerð Dómsmálaráðuneytis:
A99.11 Merki þetta ber að nota þar sem ástæða þykir til að vara við hættu. Gera skal nánari grein fyrir hættunni með undirmerki eða með tákni á merkinu sjálfu. Merkið má og nota án undirmerkis með öðru umferðarmerki ef ástæða þykir til að vara sérstaklega við hættu.
J33.11 Merki þetta er notað með A99.11 þar sem hæð framundan takmarkar mjög vegsýn.
J33.21 Merki þetta er notað með A99.11 þar sem hæðir framundan takmarka mjög vegsýn.

Almennur reglur
Merkin má einnig nota með A01.11/12 hættuleg beygja eða A01.21/22 hættulegar beygjur .

Merkin skal nota þar sem sjónlengd ökumanns vegna hæðar / umhverfis er minni en mætisjónlengd.
Leyfður hámarkshraði
Mætisjónlengd
70 km
184 m
80 km
248 m
90 km
304 m
Mætissjónlengd er skilgreind sem tvöföld stöðvunarsjónlengd og 10 m öryggisbil.
Stöðvunarsjónlengd er sú vegalengd sem það tekur ökumann á hönnunarhraða vegar að stöðva ökutæki sitt við óvænta hindrun. Gert er ráð fyrir að augnhæð ökumanns sé í 1,0 m hæð yfir jörðu. Stöðvunarsjónlengd er samanlögð ekin vegalengd á viðbragðstíma og vegalengd við hreina bremsun.


Ls: Stöðvunarsjónlengd
L: Sjónlengd ökumanns vegna hæðar
L<Ls: Skert stöðvunarsjónlengd