Skilgreining:
Viðgerðir á ristarhliðum og gripahliðum eru eftirfarandi aðgerðir:
- Hreinsun úr hliðum
- Viðhald og þrif endurskinsmerkja og merkinga á hliðum
- Viðgerðir á girðingum 20 m út frá hliði beggja megin
|
Þegar hlið eru svo slitin að þeim verði ekki haldið við lengur þarf að endurnýja þau. Sá kostnaður er greiddur af viðhaldi girðinga.
Aðgerðalýsing:
Þar sem þörf er á og við verður komið skal í byrjun maí hreinsa úr hliðum, lagfæra girðingar sem tengjast hliðinu og endurnýja eða hreinsa endurskinsmerki.
Ef laga þarf hliðundirstöður skal það gert eins fljótt og unnt er eftir að frost fer úr jörðu.
Skemmdir á hliði sem geta verið vegfarendum hættulegar eða takmarka notagildi hliðsins skal lagfæra strax. Aðrar skemmdir skal lagfæra innan þriggja daga ef ÁDU > 1000 bílar, annars innan viku.