Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-182
Útgáfudagur:03/14/2022
Útgáfa:7.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
2.1 Umferðarmerki

Umferðarmerki eru t.a.m. viðvörunarmerki, bannmerki, boðmerki, upplýsingamerki, þjónustumerki, vegvísar, akreinamerki, þverslár, stefnuörvar, brúarmerki, götuvitar, hraðavarar, upplýst merki og annar ljósabúnaður.

Skilgreining:
Viðhald umferðarmerkja eru eftirfarandi aðgerðir:
  • Endurnýjun umferðarmerkja
  • Viðgerðir umferðarmerkja
  • Hreinsun umferðarmerkja
  • Hreinsun á götuvitum, hraðavörum, upplýstum merkjum og öðrum ljósabúnaði

Viðmiðunarreglur:
Á vegum með ÁDU > 500 skal nota stærri gerð umferðarmerkja (90 cm - viðvörunarmerki og 80 cm bannmerki) en minni gerð á öðrum vegum (70 cm viðvörunarmerki og 60 cm bannmerki).
Merki skulu vera læsileg í 120 m fjarlægð ef leyfilegur hraði er 60 km/klst eða meiri en annars 70 m.
Merki teljast skökk ef stólpar hallast allt að 5 gráðum eða ef merki hefur snúist um allt að 15 gráður.
Merki telst fallið ef það hallast meira og/eða hefur snúist meira en áður er getið.
Merki teljast vera með skert endurskin ef þau eru farin að upplitast eða ef þau eru óhrein.

Aðgerðalýsing:
Endurnýjun umferðarmerkja:
Endurnýja skal skemmd umferðarmerki. Þar sem merki eru fallin skal í öllum tilfellum reynt að gera bráðabirgðaráðstafanir eins fljótt og unnt er og einnig skulu gerðar bráðabirgðaráðstafanir ef fullnaðarviðgerð verður ekki við komið af einhverjum ástæðum. Á vegum í ógrónu umhverfi og þar sem mikið er um sandfok skemmast merki, þ.e. endurskin þeirra, að jafnaði fyrr.

Merkin sem hafa ófullnægjandi endurskin skal endurnýja.
Kröfur um endurskin merkja í flokki 3 (veikt endurskin), eining (cd/lx) / m2 miðað við 0,33°mælihorn og 5° innfallshorn:
Litur:
Hvítur
Gulur
Rauður
Grænn
Blár
Ný skilti
50
35
10
7
2
Lágmarksgildi eldri skilta
35
25
7
5
1

Kröfur um endurskin merkja í flokki 4 (sterkt endurskin), eining (cd/lx) / m2 miðað við 0,33°mælihorn og 5° innfallshorn
Litur:
Hvítur
Gulur
Rauður
Grænn
Blár
Ný skilti
180
120
25
21
14
Lágmarksgildi eldri skilta
126
84
18
15
10

Viðgerðir umferðarmerkja:
Lagfæra skal öll skökk, snúin eða fallin merki. Lagfæra þarf stefnuörvar strax ef ein eða fleiri eru fallnar eða verulega snúnar/skakkar. Ef laga þarf undirstöður skal það gert eins fljótt og unnt er eftir að frost fer úr jörðu

Hreinsun umferðarmerkja:
Hreinsa skal umferðarmerki þegar ástæða þykir til, t.d. þegar snjór er á skilti eða óhreinindi vegna vegaframkvæmda. Hreinsa skal merki eins fljótt og mögulegt er að vori og ekki seinna en í byrjun maí. Öll merki skal þvo ef sýnileiki þeirra vegna óhreininda er minni en staðall (kröfur um endurskin) gerir ráð fyrir.

Eftirfarandi tafla skal höfð til hliðsjónar vegna ákvarðana um merkjaþvott:
ÁDUfjöldi aðgerða / ári
>1500 bílar5-15 (saltborin akbraut )
>1500 bílar2-5 (sandborin akbraut )
<1500 bílar2 (vor og haust )
Miða skal þó við fyrri reynslu enda er jafnan meiri þörf á hreinsun umferðarmerkja á malarvegum og í vætutíð.