Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-019
Útgáfudagur:12/18/2006
Útgáfa:1.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
1 Almennar reglur um undirmerki (J)

Reglugerð Dómsmálaráðuneytis:
Ef talin er þörf nánari leiðbeininga eða skýringa við umferðarmerki má nota til þess undirmerki með táknmynd eða áletrun. Undirmerki skal vera rétthyrnt og í sömu litum og aðalmerki.
Undirmerki með merkjunum B21.11 og B24.11 skulu þó vera gul með rauðum jaðri og J50.11 skal vera appelsínugult.

Vinnureglur um notkun:
Reglur um notkun undirmerkja er útskýrðar með hverju merki fyrir sig.

Undirmerki eru notuð með viðvörunarmerkjum, bannmerkjum, upplýsingamerkjum og akreinamerkjum.
Þau eru ekki notuð með boðmerkjum og vegvísum.

Undirmerki eru m.a. notuð í þeim tilgangi að skýra nánar:
  • fjarlægð að og lengd hættusvæðis
  • gildistíma
  • legu bifreiðastæða
  • átt að þjónustu
  • leiðir á vegamótum
  • aðstæður vegar, t.d. blindhæðir, torleiði, einbreiðar brýr, göng