Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-189
Útgáfudagur:03/14/2022
Útgáfa:7.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
2.2 Axlir, gangstígar, hjólreiðastígar og reiðvegir

Skilgreining:
Viðhald axla, gangstíga, hjólreiðastíga og reiðvega eru eftirfarandi aðgerðir:
  • Efni og efnisflutningur í malaraxlir sem áður hefur verið gengið frá í tengslum við slitlagslögn eða í viðhaldi
  • Útlögn, heflun og völtun á þeim malaröxlum sem hefur áður verið gengið frá í tengslum við slitlagslögn eða í viðhaldi
  • Viðgerðir á öxlum með bundnu slitlagi þ.e.a.s. þegar holur og einstakar skemmdir eru minni en 20 m2 og/eða þegar hlutfall viðgerða af heildarfleti er lægra en 2% af samfelldum viðgerðarkafla
  • Viðgerðir á tilfallandi skemmdum á kantsteinum, yfirborði gangstíga og hjólreiðastíga sem byggðir eru skv. stöðum og reglum Vegagerðarinnar
  • Viðgerðir á tilfallandi skemmdum á reiðvegum sem byggðir eru í samræmi við leiðbeiningar Vegagerðarinnar og Landssambands hestamannafélaga og liggja jafnframt inn vegsvæðis
  • Dagleg þrif á viðgerðar- og dreifingarbúnaði

Staðall:
Endurvinna skal axlir þegar hæðarmismunur slitlags og axla er meiri en 2 sm á vegum með ÁDU > 1000 bílar og 3 sm á vegum með minni umferð. Með endurvinnslu axla er átt við heflun þeirra og endurmótun í réttan halla og hæð og útlögn viðbótarefnis ef með þarf.

Aðgerðalýsing:
Holur í öxlum með bundnu slitlagi skal lagfæra innan þriggja daga ef ÁDU er meiri en 1000 bílar, annars innan viku.

Hækkun axla með möluðu malarslitlagsefni (ekki burðarlagsefni) samfara hækkun á slitlagi skal kostuð af sama viðfangsefni og kostar lagningu slitlagsins.