Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-672
Útgáfudagur:04/12/2011
Útgáfa:2.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
F F11 Töfluleiðamerki

F11.51 Utan þéttbýlis
F11.11 Innan þéttbýlis

Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta má setja 150-250 m frá vegamótum. Vísun beint áfram komi efst, því næst vísun til vinstri og neðst vísun til hægri. Letra skal staðarheiti og vegnúmer á merkið eftir því sem ástæða þykir til. Á vegamótunum skal síðan setja upp vegvísa eftir því sem við á.

Vinnureglur um notkun:
Örvar á töfluleiðamerki skulu vera þeim megin á skilti og sem örin vísar.
Afleggjari vinstra megin.
Afleggjari hægra megin.

Merki þetta er notað við vegamót 1-2 stafa vega, sbr. almennar reglur um vegvísa.