Opnun tilboða

Vestfjarðavegur (60) Um Gufudalssveit, Þórisstaðir – Hallsteinsnes - Eftirlit og ráðgjöf – (EES)

22.7.2022

Vegagerðin óskaði eftir tilboðum í eftirlit og ráðgjöf með útboðsverkinu Vestfjarðavegur (60) um Gufudalssveit,
Þórisstaðir - Hallsteinsnes. Verkið felur í sér nýbyggingu Vestfjarðarvegar á um 10,4 km kafla og 0,2 km kafla um
Djúpadalsveg. Vegurinn er að mestu byggður í nýju vegsvæði en tengist Vestfjarðarvegi í annan endann og nýjum
Djúpadalsvegi sem er í byggingu í hinn endann.
Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum,
þ.e. upplýsingar um hæfi bjóðanda og verðtilboð.
Eftir lok tilboðsfrests, þriðjudaginn 19. júlí 2022, var bjóðendum tilkynnt um nöfn þátttakenda í útboðinu. Eitt tilboð
barst, frá Verkís ehf. Föstudaginn 22. júlí 2022 var verðtilboð bjóðanda opnað. Bjóðandi uppfyllti hæfisskilyrði
útboðsins og stóðst hæfnimat.
Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Verkís hf., Reykjavík 46.200.850 102,4 0
Áætlaður verktakakostnaður 45.100.000 100,0 -1.101