Opnun tilboða

Vestfjarðavegur (60) um Gufudalssveit: Kinnarstaðir – Þórisstaðir, eftirlit og ráðgjöf (EES)

22.10.2021

Vegagerðin óskaði eftir tilboðum í  eftirlit og ráðgjöf með útboðsverkinu Vestfjarðavegur (60) um Gufudalssveit, Kinnarstaðir – Þórisstaðir. Verkið felur í sér nýbyggingu Vestfjarðavegar á um 2,7 km kafla ásamt byggingu 260 m langrar steyptrar brúar yfir Þorskafjörð. Vegurinn er alfarið byggður í nýju vegsvæði sem tengist Vestfjarðavegi í báða enda. Brúin er steypt eftirspennt bitabrú í sex höfum.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfi bjóðanda og verðtilboð.

Verklok framkvæmdarinnar eru áætluð í 30. júní 2024

Eftir lok tilboðsfrests, þriðjudaginn 19. október 2021, var bjóðendum tilkynnt um nöfn þátttakenda í útboðinu. Allir bjóðendur uppfylltu hæfisskilyrði útboðsins og stóðust hæfnimat.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Hnit hf., Reykjavík 87.282.360 120,1 21.570
Mannvit hf., Kópavogi 79.000.000 108,7 13.288
Áætlaður verktakakostnaður 72.680.000 100,0 6.968
Verkís hf., Reykjavík 65.712.200 90,4 0