Opnun tilboða

Þverárfjallsvegur (73) um Refasveit og Skagastrandarvegur (74) um Laxá, hönnun (seinni opnunarfundur)

28.8.2019

Seinni opnunarfundur var 21. maí 2019. for- og verkhönnun Þverárfjallsvegar (73) um Refasveit og  Skagastrandarvegar (74) um Laxá.  Um er að ræða:

   Um 11,8 km stofn- og tengivegi (8,5 km á Þverárfjallsvegi og 3,3 km á Skagastrandarvegi).

  •    Tíu minni vegtengingar/heimreiðar, samtals um 4,5 km.
  •    Þrenn vegamót við stofn- og tengivegi
  •    Þrjú búfjárræsi
  •    Eftirlitsstaður til umferðareftirlits

Forhönnun skal lokið fyrir 10. janúar 2020 og verkhönnun skal lokið fyrir 15. maí 2020.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr. Hæfismat, stig
Verkfræðistofan Hnit hf., Reykjavík 48.247.050 190,7 25.289 86
VSÓ Ráðgjöf ehf., Reykjavík 37.737.278 149,2 14.780 95
Verkís hf., Reykjavík 36.767.841 145,3 13.810 90
Mannvit hf., Kópavogi 35.596.941 140,7 12.639 90
Efla verkfræðistofa ehf., Reykjavík 27.470.588 108,6 4.513 94
Áætlaður verktakakostnaður 25.300.000 100,0 2.342
Verkfræðistofa Bjarna Viðarssonar ehf., Kópavogi 22.957.728 90,7 0 92