Opnun tilboða

Svalbarðseyri, sjóvarnir 2021

22.6.2021

Opnun tilboða 22. júní 2021. Sjóvarnir á Svalbarðseyri. Verkið felst í endurröðun og lengingu á sjóvörnum á Svalbarðsströnd. Annars vegar er um aða ræða styrkingu og lengingu á sjóvörn norðan hafnar um 217 m, þar af 100 m í endurbyggingu. Og hins vegar sjóvörn norðan tjarnar, alls um 100 m í tveimur hlutum.

 Helstu magntölur:

  • Lenging og lagfæring sjóvarnar norðan hafnar, grjót úr námu samtals um 1.000 m³ og endurröðun um 450 m³..
  • Sjóvörn norðan tjarnar um 100 m, grjót úr námu alls um 800 m³

Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. nóvember 2021.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Bás ehf., Siglufirði 22.554.377 175,8 9.992
Skútaberg ehf., Akureyri 13.036.860 101,6 475
Áætlaður verktakakostnaður 12.830.200 100,0 268
Nesbræđur ehf., Akureyri 12.562.100 97,9 0