Opnun tilboða

Suðurlandsvegur, tvöföldun, Vesturlandsvegur – Bæjarháls - Eftirlit

8.5.2020

Eftir lok tilboðsfrests, 7. maí 2020, var fyrri opnun í eftirlit með tvöföldun Suðurlandsvegar, frá núverandi vegi rétt sunnan Vesturlandsvegar og suður fyrir Bæjarháls. Tengja skal tvöföldun vegarins við núverandi vegyfirborð í báðum endum og auk þess færa rampa frá Bæjarhálsi til aðlögunar að tvöfölduðum vegi. Breikka og lengja skal núverandi undirgöng undir Suðurlandsveg við Krókháls og endurgera stíg í gegnum þau.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnisvals og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Síðari opnun var 8. maí 2020. Allir bjóðendur voru metnir hæfir skv. hænismati. Verðtilboð bjóðenda var skv. eftirfarandi:

BjóðandiTilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
VSÓ Ráðgjöf ehf., Reykjavík 14.136.000 134,6 5.878
Verkís hf., Reykjavík 12.389.869 118,0 4.131
Mannvit verkfræðistofa, Kópavogi 10.743.000 102,3 2.485
Áætlaður verktakakostnaður 10.500.000 100,0 2.242
VSB Verkfræðistofa ehf., Hafnarfirði 9.737.984 92,7 1.480
Lota ehf., Reykjavík 9.672.000 92,1 1.414
Hnit verkfræðistofa, Reykjavík 8.258.400 78,7 0