Opnun tilboða

Suðurlandsvegur, tvöföldun, Vesturlandsvegur – Bæjarháls - Eftirlit

7.5.2020

Fyrri opnunarfundur 7. maí 2020. Eftirlit með tvöföldun Suðurlandsvegar, frá núverandi vegi rétt sunnan Vesturlandsvegar og suður fyrir Bæjarháls. Tengja skal tvöföldun vegarins við núverandi vegyfirborð í báðum
endum og auk þess færa rampa frá Bæjarhálsi til aðlögunar að tvöfölduðum vegi. Breikka og lengja skal núverandi undirgöng undir Suðurlandsveg við Krókháls og endurgera stíg í gegnum þau.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnisvals og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Eftirtaldir ráðgjafar skiluðu inn tilboði:

  • Verkís hf., Reykjavík
  • VSB Verkfræðistofa ehf., Hafnarfirði
  • Mannvit verkfræðistofa, Kópavogi
  • Hnit verkfræðistofa, Reykjavík
  • VSÓ Ráðgjöf ehf., Reykjavík
  • Lota ehf., Reykjavík

Föstudaginn 8. maí 2020 verður bjóðendum tilkynnt verðtilboð hæfra bjóðenda.