Opnun tilboða

Snæfellsbær, sjóvarnir 2018

2.10.2018

Tilboð opnuð 2. október í sjóvarnir í Snæfellsbæ. Verkið felst í styrkingu sjóvarnar í Ólafsvík, gerð nýrra sjóvarna á Hellissandi og Hellnum.

Helstu magntölur:

Útlögn grjóts og sprengds kjarna um 4.000 m3

Endurröðun grjóts um 1.300 m3

 Verkinu í heild skal lokið eigi síðar en 30. júní 2019 en kaflanum við Hellnar eigi síðar en 15. apríl 2019.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Stafnafell ehf., Snæfellsbæ 36.864.488 120,4 7.637
Áætlaður verktakakostnaður 30.622.500 100,0 1.395
Grjótverk ehf., Hnífsdal 29.227.011 95,4 0