Opnun tilboða

Rifshöfn – Norðurkantur, þekja og lagnir

17.10.2017

Tilboð opnuð 17. október 2017. Hafnarstjórn Snæfellsbæjar óskaði eftir tilboði í framkvæmdir við Norðurkant í Rifshöfn.

Helstu verkþættir eru:

  •  Steypa upp rafbúnaðarhús og þrjá stöpla undir ljósamöstur
  •  Leggja ídráttarrör fyrir rafmagn
  •  Leggja vatnslögn og koma fyrir vatnsbrunnum
  •  Leggja niðurfallslögn og koma fyrir niðurföllum
  •  Grófjafna yfirborð og þjappa, fínjafna síðan undir steypu.
  •  Slá upp mótum, járnbinda og steypa þekju, alls um 4.300 m²   

Verkinu skal lokið eigi síðar en 31. maí 2018.

 

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Áætlaður verktakakostnaður 114.117.000 100,0 21.206
Stálberg ehf., Hafnarfirði 107.013.000 93,8 14.102
Þ.G. Þorkelsson, Grundarfirði 92.911.055 81,4 0