Opnun tilboða

Reykjanesbraut (41): Sæbraut í stokk, Vesturlandsvegur – Holtavegur. Forhönnun og MÁU

10.5.2022

Vegagerðin óskaði eftir tilboði í mat á umhverfisáhrifum og forhönnun Reykjanesbrautar (41-04) milli Vesturlandsvegar og Holtavegar. Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnismats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Eftirtaldir lögðu fram tilboð innan tilboðsfrests:

EFLA hf., Reykjavík
Hnit verkfræðistofa hf., Reykjavík
Mannvit, Kópavogi
Verkís hf., Reykjavík
VSÓ Ráðgjöf ehf., Reykjavík

Þriðjudaginn 17. maí 2022 verður bjóðendum tilkynnt stigagjöf í hæfnisvali og verðtilboð hæfra bjóðenda.