Opnun tilboða

Reykjanesbraut (41), Kaldárselsvegur-Krýsuvíkurvegur - Eftirlit (EES-útboð)

2.4.2019

Tilboð opnuð 2. apríl 2019. Vegagerðin óskaði eftir tilboðum í eftirlit fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnafirði milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Auk þess eru innifalið í útboðinu eftirlit með gerð nýrrar vegbrúar yfir Strandgötu, gerð tveggja göngubrúa yfir Reykjanesbraut við Ásland og Þorlákstún ásamt gerð umfangsmikilla hljóðvarna við Reykjanesbraut eins og verkinu er lýst í útboðsgögnum verkframkvæmdar. Heildarlengd kaflans er um 3,2 km. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar og veitufyrirtækja.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnisvals og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Á fyrri opnunarfundi 26. mars 2019 var lesið upp hverjir skiluðu inn tilboðum. Á síðari opnunarfundi, 2. apríl 2019, var lesin upp  stigagjöf bjóðenda í hæfnismati og verðtilboð hæfra bjóðenda opnuð. Allir bjóðendur uppfylltu kröfur í hæfnismati.

Bjóðandi Hæfismat, stig Tilboð, kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Verkís hf., Reykjavík 98 59.240.860 109,7 24.477
Verkfræðistofan Hnit hf., Reykjavík 84 58.112.850 107,6 23.349
Strendingur ehf., Hafnarfirði 82 54.202.320 100,4 19.439
Áætlaður verktakakostnaður 54.000.000 100,0 19.237
VSÓ Ráðgjöf ehf., Reykjavík 92 42.975.672 79,6 8.212
Mannvit hf., Reykjavík 84 34.763.400 64,4 0