Opnun tilboða

Reykhólahreppur – Karlsey, endurbygging stálþils 2022

12.4.2022

Opnun tilboða 12. apríl 2022. Hafnarstjórn Reykhólahrepps óskaði eftir tilboðum í verkið „Reykhólahreppur – Karlsey, endurbygging stálþils 2022“. 

Helstu verkþættir eru:

·         Brjóta og fjarlæga kant, polla og þekju á núverandi bryggju.

·         Jarðvinna, uppúrtekt, fylling og þjöppun.

·         Gera 17 m langan grjótfláa ásamt landfyllingu

·         Reka niður 103 tvöfaldar stálþilsplötur af gerð AZ13-700 10/10 og AZ20-700 og ganga frá stagbitum og                stögum.

·         Steypa um 145 m langan kantbita með pollum, kanttré, stigum og þybbum.

 Verkinu skal lokið eigi síðar en 30. nóvember 2022.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Hagtak hf., Hafnarfirði 214.250.000 134,4 36.221
Borgarverk ehf., Borgarnesi 178.029.500 111,7 0
Áætlaður verktakakostnaður 159.451.200 100,0 -18.578