Opnun tilboða

Vatnsnesvegur (711), Hvammstangi – Ytri Kárastaðir

28.5.2013

Opnun tilboða 28. maí 2013. Endurbygging Vatnsnesvegar frá Hvammstanga að Ytri Kárastöðum, lengd 4,62 km. Innifalið í verkinu er gerð bæjarhliðs með tilheyrandi eyjum og uppsetning vegriðs.

Helstu magntölur eru:

Fylling 4.340 m3
Fláafleygar 7.300 m3
Styrktarlag 0/63 3.700 m3
Burðarlag 0/22 5.200 m3
Klæðing 31.100 m2
Ræsalögn 139 m
Rásarbotn og fláar 40.700 m2
Vegrið 173 m
Eyjar með steinlögðu yfirborði 25 m2

Útlögn klæðingar skal að fullu lokið fyrir 1. september 2013 og verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. október 2013.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Áætlaður verktakakostnaður 73.311.000 100,0 6.737
Skagfirskir verktakar, Sauðárkróki 68.101.700 92,9 1.528
Borgarverk ehf., Borgarnesi 66.574.000 90,8 0