Opnun tilboða

Reykjanesbraut (41), undirgöng við Hvaleyrarholt

16.4.2013

Tilboð opnuð 16. apríl 2013. Gerð undirganga undir Reykjanesbraut við Hvaleyrarholt ásamt tilheyrandi stígagerð. Verkið felst einnig í gerð bráðabirgðavegar auk færslu og endurnýjunar á lögnum. Undirgöngin verða 9 m breið og um 28 m löng og unnið verður við alls um 0,3 km af stígum.

Helstu magntölur eru:

Bergskering 1.700 m3
Skeringar í laust efni 11.700 m3
Fylling úr efni úr námum 3.600 m3
Burðarlög 1.200 m3
Malbik 3.100 m2
Ljósastaurar 14 stk.
Steypumót 1.500 m2
Járnalögn 61.000 kg
Steypa 440 m3
Frágangur fláa 7.500 m2
Vatnsvarnarlag á undirgöng 360 m2

Verkinu skal að fullu lokið 1. nóvember 2013.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Ístak hf., Mosfellsbæ 162.447.735 127,9 36.536
Urð og Grjót ehf., Reykjavík 148.868.200 117,2 22.956
ÍAV hf., Reykjavík 139.825.102 110,1 13.913
Suðurverk hf. og Skrauta ehf. 131.401.400 103,5 5.489
Áætlaður verktakakostnaður 127.000.000 100,0 1.088
VHE ehf., Hafnarfirði 125.912.190 99,1 0

 Ístak hf. skilaði einnig inn frávikstilboði