Opnun tilboða

Yfirborðsmerkingar, vegmálun 2013-2014

19.3.2013

Opnun tilboða 19. mars 2013. Yfirborðsmerking akbrauta með málningu, árin 2013-2014. Um er að ræða málun á öllum svæðum Vegagerðarinnar.

Helstu magntölur, miðað við tvö ár, eru:

Flutningur vinnuflokks 1.000 km
Málaðar miðlínur 2.600.000 m
Málaðar kantlínur 1.200.000 m
Biðskylduþríhyrningar 1.000 stk.
Þrengingarmerki við einbreiðar brýr 160 stk.

Verki skal að fullu lokið 1. september 2014.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Áætlaður verktakakostnaður 89.195.000 100,0 30.195
Vegamálun ehf., Kópavogi 67.470.000 75,6 8.470
Hestvík ehf., Reykjavík 59.000.000 66,1 0