Opnun tilboða

Álftanesvegur (415), Hafnarfjarðarvegur – Bessastaðavegur

18.9.2012

Opnun tilboða 18. september 2012. Gerð Álftanesvegar (415), milli Hafnarfjarðarvegar og Bessastaðavegar. Verkið felst í því að leggja nýjan 4 km langan veg frá Engidal að Fógetatorgi við Bessastaðaveg. Gera skal mislæg gatnamót ásamt að- og fráreinum við Hraunsholt í Engidal og byggja tvenn göng fyrir gangandi umferð. Breyta skal legu strengja, vatns- og hitaveitulagna. Þá á að leggja nýja háspennu- og rafdreifistrengi, síma-, vatns-, og hitaveitulagnir. Einnig fylgir með í verkinu landmótun, sáning og yfirborðsjöfnun hrauns innan verksvæðisins.

Helstu magntölur eru:

Bergskering 70.000 m3
Fylling og fláfleygar 72.000 m3
Neðra burðarlag 25.000 m3
Efra burðarlag 12.000 m3
Malbik 52.500 m2
Gangstígar 9.000 m2
Mótafletir 2.700 m2
Steypustyrktarstál 87.000 kg
Steinsteypa 1.120 m3
Eftirspennt járnalögn 5.300 kg
Hitaveitulagnir 346 m
Fjarskiptalagnir 4000 m
Rafstrengir 6740 m

Verkið skiptist í 3 verkáfanga og skal verkinu að fullu lokið eigi síðar en 1. júlí 2014.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Áætlaður verktakakostnaður 865.000.000 100,0 205.770
Suðurverk hf., Hafnarfirði 844.059.791 97,6 184.830
Ístak hf., Reykjavík 822.034.936 95,0 162.805
Urð og Grjót ehf., Reykjavík 799.612.663 92,4 140.382
ÍAV hf., Reykjavík 746.116.046 86,3 86.886
Loftorka Reykjavík ehf., Garðabæ 659.230.180 76,2 0