Opnun tilboða

Styrkingar og endurbætur á Suðurfjarðavegi (96) við Breiðdalsvík

31.7.2012

Opnun tilboða 31. júlí 2012. Endurbygging og styrking á 2,08 km kafla Suðurfjarðavegar við Breiðdalsvík ásamt útlögn klæðingar.

Helstu magntölur eru:

Skeringar   6.200 m3
Fláafleygar   2.100 m3
Fylling      900 m3
Ræsi        67 m
Neðra burðarlag   3.400 m3
Efra burðarlag   3.200 m3
Þurrfræsing 11.400 m2
Tvöföld klæðing 14.500 m2
Frágangur fláa 23.900 m2

Skila skal vegi með breikkunum upp að núverandi yfirborði ásamt allri ræsalögn og grófjöfnuðum fláum fyrir 16. nóvember 2012. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 13. júlí 2013.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Áætlaður verktakakostnaður 38.355.000 100,0 5.305
Ylur ehf., Egilsstöðum 37.586.848 98,0 4.537
SG. vélar ehf., Djúpavogi og Dal-Björg ehf., Breiðdalsvík 33.050.200 86,2 0