Opnun tilboða

Borgarfjarðarvegur (94), um Njarðvíkurá

11.4.2012

Tilboð opnuð 11. apríl 2012. Endurbygging og slitlagslögn á Borgarfjarðarvegi (94) frá Hríshöfða og yfir Njarðvíkurá. Heildarlengd útboðskaflans er um 2,5  km. Verkið felst í lagfæringu á tveimur beygjum og enduruppbyggingu á veginum ásamt lagningu burðarlags og klæðingar á vegkaflann með tilheyrandi vegfláum og ræsum. Nýtt stálplöturæsi yfir Njarðvíkurá er hluti af verkinu.

Helst magntölur eru:

Fylling 34.900 m3
Fláafleygar 13.600 m3
Neðra burðarlag 12.000 m3
Efra burðarlag 2.800 m3
Tvöföld klæðing 16.700 m2
Frágangur fláa 40.000 m2
Stálplöturæsi D=7,0m 33 m
Bergboltar 144 stk.
Mót sökkla 160 m2
Járnalögn sökkla 3.200 kg
Steypa sökkla 40 m3

Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. september 2012.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Jónsmenn ehf. og Vélaleiga J.H.S. ehf., Egilsstöðum 96.032.236 100,4 8.577
Áætlaður verktakakostnaður 95.672.000 100,0 8.216
Ylur ehf., Egilsstöðum 91.028.407 95,1 3.573
Þ.S. verktakar ehf., Egilsstöðum 87.455.651 91,4 0