Opnun tilboða

Hringvegur (1), Norðausturvegur - Hrúteyjarkvísl, styrking og endurbætur

9.8.2011

Tilboð opnuð 9. ágúst 2011 í styrkingu, endurbætur og yfirlögn með klæðingu á 3,08 km kafla á Hringvegi (1) milli Norðausturvegar og Hrúteyjarkvíslar.

Helstu magntölur eru:

Fylling 3.700 m3
Fláafleygar 10.400 m3
Lenging ræsa 30 m
Neðra burðarlag 3.800 m3
Efra burðarlag 2.200 m3
Þurrfræsun 20.500 m2
Tvöföld klæðing 24.500 m2

Breikkun upp að núverandi slitlagi skal lokið fyrir 15. nóvember 2011. Verki skal að fullu lokið 12. júlí 2012.

 

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Áætlaður verktakakostnaður 39.500.000 100,0 8.979
Hálsafell ehf, Reykjavík 35.856.750 90,8 5.335
G. Hjálmarsson hf, Akureyri 33.416.000 84,6 2.895
Árni Helgason ehf, Ólafsfirði 30.521.500 77,3 0