Opnun tilboða

Hafnarfjarðarvegur (40), aðreinar

22.6.2010

Opnun tilboða 22. júní 2010. Lenging aðreinar frá Digranesvegi í Kópavogi inn á Hafnarfjarðarveg með gerð vasa fyrir strætisvagna. Einnig staðbundin breikkun Arnarnesvegar á vegamótum Hafnarfjarðarvegar ásamt hægribeygju framhjáhlaupi, lenging vasa fyrir strætisvagna og breytingu umferðarljósa. Í verkefninu felst enn fremur aðlögun og breyting lagna og veglýsingar ásamt landmótun.

Helstu magntölur veghluta eru:

 

Skering í laus jarðlög

785

m3

Fylling og fláafleygar

70

m3

Burðarlag

1.125

m3

Malbik

3.398

m2

 Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. september 2010.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Vélaleiga AÞ ehf., Reykjanesbæ 44.547.300 106,1 15.485
Áætlaður verktakakostnaður 42.000.000 100,0 12.938
Loftorka ehf., Garðabæ 29.062.100 69,2 0