Opnun tilboða

Álftanesvegur (415), Hafnarfjarðarvegur - Bessastaðavegur, eftirlit

7.4.2009

Tilboð opnuð 7. apríl 2009. Verkið felst í eftirliti með lögn nýs 4 km langs vegar frá Engidal að Bessastaðavegi. Gera skal mislæg gatnamót ásamt að- og fráreinum við Hraunsholt í Engidal, byggja tvenn göng fyrir gangandi umferð og gera hringtorg við Bessastaðaveg. Breyta skal legu strengja, vatns- og hitaveitulagna. Þá á að leggja nýja háspennu- og rafdreifistrengi, síma-, vatns-, og hitaveitulagnir. Einnig fylgir með í verkinu landmótun, sáning og yfirborðsjöfnun hrauns innan verksvæðisins.

Verkið skiptist í 3 verkáfanga með nokkrum millidagsetningum; 1. áfanga á að vera lokið þann 1. desember 2009, 2. áfanga þann 1. ágúst 2010 og 3. áfanga og þar með verkinu í heild 31. ágúst 2010.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnivals og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Síðari opnunarfundur var þriðjudaginn 7. apríl 2009, kl.14:15, þar sem lesnar voru upp einkunnir bjóðenda í hæfnimati og verðtilboð opnuð.

Bjóðandi (stafrófsröð) Hæfnimat Tilboð kr.
Áætlaður verktakakostnaður 19.390.000
Almenna verkfræðistofan hf., Reykjavík 64,0 16.469.949
Efla hf., Reykjavík 64,0 14.400.000
Guðmundur Þ. Björnsson, Kópavogi 51,0 22.232.000
Strendingur ehf., Hafnarfirði 59,0 11.200.000
Verkfæðistofan Hnit hf., Reykjavík 63,0 14.726.400
Verkís hf., Reykjavík 64,0 17.370.000
VSB Verkfræðistofa ehf., Hafnarfirði 59,0 13.995.000
VSÓ - Ráðgjöf ehf., Reykjavík 63,0 16.999.000