Opnun tilboða

Reykjanesbraut (41-14), Kaldárselsvegur – Krýsuvíkurvegur, hönnun

9.9.2008

Vegagerðin óskar eftir tilboði í for- og verkhönnun breikkunar Reykjanesbrautar (41–14) úr tveimur akreinum í fjórar, frá Kaldárselsvegi vestur fyrir mislæg gatnamót Krýsuvíkurvegar að Bikhellu, um 3,3 km. Í verkinu felst m.a. for- og verkhönnun breikkunar mislægra gatnamóta við Strandveg, nýrra mislægra gatnamóta við Krýsuvíkurveg, rampa og vegtenginga við mislægu gatnamótin, þriggja mislægra gönguleiða og hljóðvarna.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnimats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni og verðtilboð.

Verkhönnun og skilamati skal lokið fyrir 18. maí 2009.

Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með þriðjudeginum 28. júlí 2008. Verð útboðsgagna er 8.000 kr.

Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 2. september 2008 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag og lesið upp hverjir hafa skilað inn tilboðum.

Síðari opnunarfundur verður þriðjudaginn 9. september 2008 kl. 14:15 þar sem birtar verða einkunnir bjóðenda úr hæfnimati og verðtilboð opnuð.

Útboðið er einnig auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Tiboð opnuð 9. september 2008.

Bjöðandi*

Bjóðandi Hæfnimat Tilboð kr.
Áætlaður verktakakostnaður 95.000.000
Almenna verkfræðistofan hf., Reykjavík 64 86.595.508
Fjölhönnun ehf., verkfræðistofa, Reykjavík 57 52.528.279
Hnit hf. verkfæðistofan, Reykjavík 66 87.970.610
Línuhönnun hf., Reykjavík 64 77.777.282
VSÓ - Ráðgjöf ehf., Reykjavík 66 79.010.090
VST verkfræðistofa, Reykjavík 67 89.577.320

*stafrófsröð