Opnun tilboða

Suðurstrandarvegur (427), Krýsuvíkurvegur ¿ Þorlákshafnarvegur, eftirlit

12.8.2008

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í eftirlit með gerð Suðurstrandarvegar (427), á milli Krýsuvíkurvegar og Þorlákshafnarvegar.

Verkið felst í nýbyggingu Suðurstrandarvegar á 33,6 km löngum kafla ásamt 2,3 km löngum tengingum við hann, smíði 12 m steyptrar bitabrúar á Vogsós neðan Hlíðarvatns í Selvogi, auk ræsa, grjótvarnargarða, reiðstígs og girðinga.

Gert er ráð fyrir að verkinu verði að fullu lokið fyrir 15. september 2011.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnivals og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Breiðumýri 2 á Selfossi og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með mánudeginum 30. júní 2008. Verð útboðsgagna er 8.000 kr.

Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 12. ágúst 2008 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag og lesið upp hverjir hafa skilað inn tilboðum.

Síðari opnunarfundur verður þriðjudaginn 19. ágúst 2008 kl. 14:15 þar sem lesnar verða upp einkunnir bjóðenda í hæfnimati og verðtilboð opnuð.

Útboðið er einnig auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Opnun tilboða 12. ágúst 2008.

Bjóðandi (í stafrófsröð)

Almenna verkfræðistofan hf., Reykjavík
Fjölhönnun ehf. verkfræðistofa, Reykjavík
Hnit hf. verkfæðistofan, Reykjavík
Línuhönnun hf., Reykjavík
Verkfræðistofa Árborgar, Selfossi
VSB Verkfræðistofa ehf., Hafnarfirði
VSÓ - Ráðgjöf ehf., Reykjavík