Opnun tilboða

Vatnsdalsvegur (722): Hvammur - Hringvegur

22.7.2008

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í endurgerð á 8,2 km löngum kafla Vatnsdalsvegar (722) frá Hvammi að Hringvegi. Um er að ræða endurbyggingu vegarins frá Hvammi að Hjallalandi (2,1 km) og styrkingu vegarins frá Hjallalandi að Hringvegi (5,9 km). Ennfremur gerð framhjáhlaups á Hringvegi til móts við Vatnsdalsveg.

Helstu magntölur eru:

Skeringar samtals

39.500

m3

Fylling og fláafleygar

42.200

m3

Neðra burðarlag

7.100

m3

Efra burðarlag

9.200

m3

Tvöföld klæðing

56.000

m2

Frágangur fláa

104.000

m2

Lögn ræsa

250

m

Skurðir

420

m3

Verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 2009.

 

Tilboð opnuð 22. júlí 2008.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Skagfirskir verktakar, Sauðárkróki 128.353.000 121,0 21.376
Klæðning ehf., Hafnarfirði 126.000.000 118,8 19.023
Ístrukkur ehf., Kópaskeri 110.149.445 103,9 3.173
Sigurjón Hjartarson, Brjánsstöðum 106.976.910 100,9 0
Áætlaður verktakakostnaður 106.036.888 100,0 -940