Opnun tilboða

Landeyjahöfn, hafnar- og vegagerð, eftirlit

17.7.2008

Siglingastofnun og Vegagerðin óska eftir tilboðum í framkvæmdaeftirlit við gerð tveggja um 700 metra langra hafnargarða Landeyjahafnar, gerð 11,8 km Bakkafjöruvegar (254) frá Hringvegi (1) að Landeyjahöfn, byggingu 20 m langrar brúar á Ála, rekstur 120 m stálþils, gerð vegtengingar frá Bakkafjöruvegi að Bakkaflugvelli og gerð 3,9 km sjóvarnar- og varnargarða í Bakkafjöru.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnimats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Verkið hefst í júlí 2008 og því lýkur haustið 2010.

Útboðsgögn verða seld hjá Siglingastofnun Vesturvör 2 í Kópavogi frá og með þriðjudeginum 10. júní 2008. Verð útboðsgagna er 8.000 kr.

Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 11:00 þriðjudaginn 15. júlí 2008 og verða tilboðin opnuð þar þann dag og lesið upp hverjir hafa skilað inn tilboðum.

Síðari opnunarfundur verður þriðjudaginn 22. júlí 2008 kl. 11:00, þar sem birtar verða einkunnir bjóðenda úr hæfnimati og verðtilboð opnuð.

Útboðið er einnig auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Tilboð opnuð 15. júlí 2008.

Bjóðendur ( í stafrófsröð).

1. Almenn verkfræðistofan hf., Reykjavík

2. Mannvit hf, Reykjavík              

3. Strendingur ehf, Hafnarfirði