Opnun tilboða

Landeyjahöfn, hafnar- og vegagerð

12.6.2008

Siglingastofnun og Vegagerðin óska eftir tilboðum í gerð tveggja um 700 metra langra hafnargarða Landeyjahafnar, gerð 11,8 km Bakkafjöruvegar (254) frá Hringvegi (1) að Landeyjahöfn, byggingu 20 m langrar brúar á Ála, rekstur 120 m stálþils, gerð vegtengingar frá Bakkafjöruvegi að Bakkaflugvelli og gerð 3,9 km sjóvarnar- og varnargarða í Bakkafjöru.

Helstu magntölur eru:

Hafnargerð:

Grjót og sprengdur kjarni úr námu á Seljalandsheiði

600.000

m3

Stálþilsrekstur og stagfestingar

125

m

Uppmokstur úr hafnarkví í -3,0 m

55.000

m3

Fyllingarefni í brimvarnargarð

30.000

m3

Vegagerð og varnargarðar meðfram Markarfljóti:

 

 

Mölun

36.000

m3

Fyllingarefni úr námum

190.000

m3

Fláafleygar

100.000

m3

Neðra burðarlag

76.000

m3

Efra burðarlag

27.000

m3

Klæðing

123.000

m2

Ýting á lausu efni í grjótgarða

74.000

m3

Grjótvörn á veg og varnargarða við Markarfljót

28.000

m3

Brú

20

m

Gerð varnargarða við Ála og Markarfljót skal lokið 1. nóvember 2008. Gerð brúar á Ála skal lokið 1. maí 2009. Uppmokstri úr hafnarkví skal lokið 1. júlí 2009. Fyrir 1. október 2009 skulu brimvarnargarðar komnir í fulla lengd.  Verkinu skal að fullu lokið þann 1 júlí 2010.

 

Tilboð opnuð 12. júní 2008.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Áætlaður verktakakostnaður 3.105.259.000 100,0 1.237.614
KNH ehf., Ísafirði 2.774.752.100 89,4 907.107
Ístak hf., Reykjavík 2.489.721.965 80,2 622.077
Klæðning ehf., Reykjavík 2.090.000.000 67,3 222.355
Suðurverk hf., Hafnarfirði 1.867.664.916 60,1 0


Ístak hf., Reykjavík skilaði einnig inn frávikstilboði.