Opnun tilboða

Reykjanesbraut (41), gatnamót við Vífilsstaðaveg. Eftirlit

6.5.2008

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í eftirlit með gerð mislægra gatanamóta á Reykjanesbraut (41) við Vífilsstaðaveg.

Verkið felst í gerð mislægra gatnamóta, á mótum Reykjanesbrautar og Vífilsstaðavegar. Breyta skal legu núverandi Vífilsstaðavegar og gera tvö hringtorg, sitt hvoru megin við Reykjanesbraut og tengja hringtorgin við Reykjanesbraut með gerð fjögurra af/fráreina. Auk þess skal gera stálbogagöng undir Vífilsstaðaveg vestan gatnamótanna. Einnig skal leggja gangstíga, steypa stoðveggi og tröppur, leggja nýjar lagnir og breyta eldri lögnum ásamt nauðsynlegri landmótun til að ljúka verkinu.

Gatnamótin skulu vera tilbúin til notkunar 1. nóvember 2008. Áætlað er að verkinu öllu verði að fullu lokið 10. júlí 2009. 

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnivals og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

 

Þann 6.maí 2008 voru lestnar upp einkunnir úr hæfnimati og verðtilboð.

Bjóðandi *) Hæfnimat Tilboð kr.
Áætlaður verktakakostnaður 15.000.000
Almenna verkfræðistofan, Reykjavík 61 15.908.214
Fjölhönnun ehf., verkfræðistofa, Reykjavík 59 15.900.000
Línuhönnun, verkfræðisstofa, Reykjavík 63 16.800.000

*) stafrófsröð