Opnun tilboða

Reykjanesbraut (41), breikkun Strandarheiði – Njarðvík, endurútboð

8.4.2008

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar, frá Strandarheiði að Njarðvík ásamt frágangi við vegamót Vogavegar, Grindavíkurvegar, Stapahverfis og Njarðvíkurvegar með tilheyrandi römpum, hringtorgum og þvervegum.

Ljúka skal tvöföldun Reykjanesbrautar þar sem fyrri verktaki sagði sig frá verkinu. Á útboðskaflanum er ýmist búið að ljúka fyllingum, leggja neðra eða efra burðarlag eða leggja eitt eða tvö malbikslög. Ljúka skal við nýja syðri akbraut, ljúka fyllingum að brúm, frágangi fláa ásamt nauðsynlegri landmótun til að ljúka verkinu.

Farið verður í vettvangsferð með bjóðendum miðvikudaginn 26. mars 2008 kl. 13:30, frá Borgartúni 7 í Reykjavík. Tekið er á móti skráningum í vettvangsferðina, fram að hádegi þann 25. mars, í síma 522-1441 eða á emm@vegagerdin.is

Helstu magntölur eru:

Bergskering

14.500

Fylling

35.000

Fláafleygar

15.000

Ónothæft efni á losunarstað

25.000

Neðra burðarlag

23.000

Efra burðarlag

23.000

Malbik

200.400

Frágangur fláa

95.000

Útboðskaflinn skal vera opinn almennri umferð, á báðum akbrautum, frá 16. október 2008. Verkinu öllu skal að fullu lokið fyrir 1. júní 2009.

 

Tilboð opnuð 8. apríl 2008

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf 969.476.470 125,9 270.676
Ísl. aðalverktakar hf 955.144.000 124,0 256.344
Glaumur og Árni Helgason 917.768.100 119,2 218.968
Loftorka ehf og Suðurverk hf 847.279.900 110,0 148.480
Háfell ehf 841.841.841 109,3 143.042
Ístak hf 807.129.603 104,8 108.330
Áætlaður verktakakostnaður 770.000.000 100,0 71.200
Adakris uab. / Toppverktakar ehf 698.800.000 90,8 0