Opnun tilboða

Óshlíðargöng, eftirlit

22.1.2008

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í eftirlit með gerð Óshlíðarganga milli Hnífsdals og Bolungarvíkur.

Jarðgöngin eru um 5,1 km löng og er breidd þeirra um 8,0 m í veghæð. Heildarlengd vegskála er um 310 m. Verkið nær ennfremur til lagningar um 2,1 km langs vegar í Hnífsdal og um 1,6 km vegkafla í Bolungarvík eða samtals um 3,7 km. Í lagningu vega er einnig innifalin gerð vegtenginga á báðum stöðum.

Byggja á 8 m langa brú yfir Hnífsdalsá og 32 m langa brú yfir Ósá í Bolungarvík.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnisvals og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Dagverðardal, Ísafirði og Borgarúni 7 í Reykjavík (móttaka), frá og með mánudeginum 26. nóvember 2007. Verð útboðsgagna er 8.000 kr.

Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 15. janúar 2008 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag og lesið upp hverjir hafa skilað inn tilboðum.

Síðari opnunarfundur verður þriðjudaginn 22. janúar 2007 klukkan 14:15 þar sem lesnar verðar upp einkunnir bjóðenda í hæfnsmati og verðtilboð opnuð.

Útboðið er einnig auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Tilboð opnuð 22. janúar 2008.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Áætlaður verktakakostnaður 186.000.000 100,0 -36.046
Línuhönnun hf og Geotek ehf 222.046.000 119,4 0