Opnun tilboða

Hafnarfjarðarvegur (40), gatnamót við Nýbýlaveg, eftirlit.

26.6.2007

Vegagerðin og Kópavogsbær óska eftir tilboðum í eftirlit með verkinu “Hafnarfjarðarvegur (40). Gatnamót við Nýbýlaveg”

Um er að ræða breikkun og færslu Nýbýlavegar í Kópavogi á um 650 m. kafla, gerð tveggja hringtorga á Nýbýlavegi og þrennra undirganga ásamt endurbyggingu tenginga við Hafnarfjarðarveg. Einnig er innifalin færsla og endurlögn á raf- og símastrengjum, þ.m.t. á 132 kV háspennustreng í norðuröxl núverandi Nýbýlavegar, breytingar og nýlagnir vatns- og fráveitulagna og öll landmótun og frágangur í samræmi við útboðsgögn.

Verkinu er skipt í áfanga en því skal að fullu lokið 15 júlí 2008..

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnisvals og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Þann 26.06.07 voru lestnar upp einkunnir úr hæfnimati og verðtilboð.

Nöfn bjóðenda

Hæfnimat

Tilboðsupphæð

Almenna verkfræðistofan hf.

56

15.930.000-

Hnit hf.  Verkfræðistofa.

58

13.024.000-

Línuhönnun hf

58

13.809.553-

VSÓ Ráðgjöf ehf.

58

12.980.000-