Opnun tilboða

Bakkavegur Húsavík: Bökugarður - Bakki, eftirlit

13.10.2015

Seinni opnunarfundur 13. október 2015. Vegagerðin óskar eftir tilboðum í eftirlit með gerð Bakkavegar á Húsavík, frá Húsavíkurhöfn að iðnaðarsvæði á Bakka.

Framkvæmdin sem hér um ræðir nær yfir gröft 0,9 km langra jarðganga og er breidd þeirra 11 m. Ennfremur smíði vegskála við gangaenda, klæðingu ganga, jarðvatnslagnir og rafbúnað ásamt vegagerð í göngum og vegagerð frá höfn að göngum og frá göngum að iðnaðarsvæði, samtals 2,1 km, ásamt brimvörn og lögn fráveitulagnar í göngin.

Á fundinum voru lesin upp stig í hæfismati og opnuð verðtilboð bjóðenda sem uppfylltu skilyrði útboðslýsingar. Verðtilboð Hnits verkfræðistofu hf. var ekki lesið upp.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr. Hæfnismat, stig
Áætlaður verktakakostnaður 146.000.000 100,0 5.384
Efla ehf., og Geotek ehf., Reykjavík 144.104.000 98,7 3.488 86
Verkís hf., Reykjavík 140.616.000 96,3 0 86