Opnun tilboða

Hvalfjarðargöng, bílabjörgun 2022-2024

30.11.2021

Opnun tilboða 30. nóvember 2021. Bílabjörgun í Hvalfjarðargöngum árin 2022-2024.  Um er að ræða fjarlægingu og flutning bifreiða, ferðavagna og annarra ökutækja sem hamla umferð og umferðaröryggi í eða við göngin, t.d. vegna bilana, óhappa eða slysa. Einnig er um að ræða fjarlægingu og flutning aðskotahluta á vegi. 
Helstu magntölur fyrir hvert ár eru:

• Bílabjörgun, bílaflutningabifreið (minni bifreiðar) 300 klst.
• Bílabjörgun, bílaflutningabifreið (stærri bifreiðar) 60 klst.
• Bílabjörgun, dráttarbifreið 20 klst.
• Bílabjörgun, kranabifreið 20 klst.

Verklok eru 29. febrúar 2024.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Vaka hf., Reykjavík 187.673.000 268,1 107.693
Gísli Stefán Jónsson ehf., Akranesi 79.980.000 114,3 0
Áætlaður verktakakostnaður 70.000.000 100,0 -9.980