Opnun tilboða

Hvalfjarðargöng (1): Kantlýsing

21.4.2020

Opnun tilboða 21. apríl 2020. Gerð kantlýsingar í Hvalfjarðargöng. Verkið felur í sér að útvega og setja upp kantljós í Hvalfjarðargöngum ásamt öllum búnaði sem þarf. Kantljósin skulu vera LED ljós sem samanstanda af hvítum ljósdíóðum sem lýsa í sitt hvora áttina. Díóður skulu vera hvítar á lit og aflnotkun hvers ljós skal ekki vera meira en 2 W. Ljósstyrkleikinn skal vera yfir 25 cd. Sýnileiki ljósanna skal vera yfir 1000 m.

Kantljósunum er komið fyrir með 25 m millibili  ofan á steyptri vegöxl  rétt fyrir ofan kantsteininn, það er ca. 20-25cm frá frambrún kantsteins . Fræsa þarf rauf í steypta öxlina fyrir rafstreng til að fæða ljósin. Spennugjöfum fyrir lýsinguna er komið fyrir í 4 tæknirýmum. Vinna þarf verkið á nóttunni og göngunum verður ekki lokað fyrri umferð á meðan á því stendur.

Helstu magntölur verksins eru: 

·         Kantljós                                                                                 506 stk.

·         Fræsing/sögun fyrir streng                                                 11,5 km

·         Kjarnaborun fyrir kantljós                                                     500 stk.

Verki skal vinna a staðnum  haustið 2020 frá 1 september til 1. nóvember og skal  lokið að fullu 1. nóvember 2020.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Rafmenn ehf., Akureyri 182.718.364 266,0 130.795
Hellur og lagnir ehf., Hafnarfirði 98.807.000 143,8 46.883
Vogir og Lagnir ehf., Akranesi 89.228.147 129,9 37.305
Berg Verktakar, Reykjavík 81.191.882 118,2 29.268
Rafeyri ehf., Akureyri 80.432.386 117,1 28.509
Rafal ehf., Hafnarfirði 71.141.914 103,5 19.218
Rafmiðlun hf., Kópavogi 69.571.298 101,3 17.648
Áætlaður verktakakostnaður 68.703.000 100,0 16.779
Bergraf ehf., Reykjanesbæ 63.745.217 92,8 11.822
Orkuvirki ehf., Reykjavík 51.923.521 75,6 0