Opnun tilboða

Hringvegur um Þvottárskriður, hrunvarnir 2021

20.6.2021

Opnun tilboða 15. júní 2021. Hrunvarnir í Þvottárskriðum, norðan Hvalness í Lóni. Um er að ræða uppsetningu á um 385 m af stálþili og 190 m af forsteyptum vegriðseiningum, hreinsun vegrása og gerð skeringa.

Helstu magntölur eru:

  • Skeringar með vegi                        7.600 m3
  • Fylling                                              2.150 m3
  • Uppsetning á stálþili                         385 m
  • Forsteyptar vegriðseiningar             190 m

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. október 2021.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Hellur og lagnir ehf., 73.390.000 150,7 29.944
Áætlaður verktakakostnaður 48.688.238 100,0 5.242
SG Vélar ehf., 44.965.925 92,4 1.520
Jarðlist ehf., Reykjavík 43.446.200 89,2 0