Opnun tilboða

Hringvegur (1) um Steinavötn og Fellsá – Eftirlit

17.12.2019

Tilboð opnuð 17. desember 2019. Vegagerðin bauð út eftirlit með smíði nýrra brúa á Steinavötn og Fellsá ásamt rifi á steyptri brú yfir Steinavötn, vegtengingu við nýjar brýr, byggingu bráðabirgðahjáleiðar og tengingu bráðabirgðabrúar við Fellsá og rifi á núverandi brú yfir Fellsá ásamt frágangi vegsvæðis.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnisvals og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Á fyrri opnunarfundi 10 desember 2019 var tilkynntt hverjir skiluðu inn tilboðum. Á síðari opnunarfundi, 17. desember2019, var tilkynnt stigagjöf bjóðenda í hæfnismati og verðtilboð hæfra bjóðenda. Allir bjóðendur uppfylltu kröfur í hæfnismati.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr. Hæfnismat, stig
Mannvit hf., Kópavogi 51.780.774 224,2 28.681 74
Verkís hf., Reykjavík 36.268.000 157,0 13.168 90
Hnit, verkfræðistofa hf., Reykjavík 35.690.000 154,5 12.590 90
Efla hf., Reykjavík 25.256.497 109,3 2.156 80
Áætlaður ráðgjafakostnaður 23.100.000 100,0 0