Opnun tilboða

Hringvegur (1) um Kjalarnes 2. áfangi, Vallá - Hvalfjörður. Eftirlit og ráðgjöf (EES)

28.4.2021

Vegagerðin óskaði eftir tilboðum í eftirlit og ráðgjöf með breikkun Hringvegar (1) um Kjalarnes í 2+1 veg frá Vallá að Hvalfirði. Um er að ræða um 5,5 km langan vegkafla með hringtorgum við Móa og Dalsmynni, nýjum undirgöngum við Grundarhverfi og Arnarhamar, lengingu á undirgöngum við Vallá, nýtt stálplöturæsi/brú yfir Ártúnsá við Bakkaveg, lengingu á stálplöturæsi/brú yfir Ártúnsá við Hringveg auk hliðarvega, stíga og veitukerfa. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar, Veitna og Gagnaveitu Reykjavíkur.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfi bjóðanda og verðtilboð.

Eftir lok tilboðsfrests, 23. apríl 2021, var bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu.  Þann 28. apríl 2021 var verðtilboð hæfra bjóðenda opnað. Allir bjóðendur uppfylltu hæfisskilyrði útboðsins og stóðust hæfnimat.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Mannvit, Reykjavík 51.000.000 116,7 8.518
Áætlaður verktakakostnaður 43.700.000 100,0 1.218
Hnit, verkfræðistofa hf., Reykjavík 42.935.000 98,2 453
Efla hf., Reykjavík 42.482.150 97,2 0